Sagan
Starfsemi Hafsins á rætur að rekja til samstarfs fyrirtækja sem vilja þróa og nýta græna tækni, til verndar hafinu.
Markmið félagsins er að skapa samstarfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, opinbera aðila og rannsóknarstofnanir til þróunar á tækni, löggjöf og hverju því sem stuðlar að verndun og sjálfbærri umgengni um hafið.
Hafið leitast við að auka almennan skilning og þekkingu á hafinu og mikilvægi þess. Félagið stendur fyrir samstarfsverkefnum og leitar styrkja til þeirra og starfseminnar í heild sinni, bæði innanlands og erlendis.
Hafið (þá Oceana) var stofnsett á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu, þann 31. október 2014, af 14 fyrirtækjum, stofnunum og samtökum fyrirtækja, sem láta sig málefni hafsins varða.
Hafið er samstarfsvettvangur aðila sem nýta vilja sameinaðan styrk til verndunar hafsins
Nú þegar hefur fjöldi aðila bæst inná samstarfsvettvanginn (sjá mynd aftast) og viðræður standa yfir við fjölmarga sem sýnt hafa Hafinu áhuga.
Stjórn Hafsins – Öndvegisseturs starfsárið 2019-2020 skipa:
Jón Ágúst Þorsteinsson stjórnarformaður
Ellý Katrín Guðmundsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Hugi Ólafsson
Jón Björn Skúlason
Lárus M. K. Ólafsson
Torfi Þ. Þorsteinsson
Starfsmenn
Anna Margrét Kornelíusdóttir tók við sem verkefnisstjóri Hafsins af Sigríði Rögnu Sverrisdóttur þegar Íslensk NýOrka tók við skrifstofurekstri Hafsins haustið 2019. Hún er umhverfisfræðingur frá véla- og iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Íslenskri NýOrku frá árinu 2015. Netfang: amk@newenergy.is sími 863-6506.