Málþing Hafsins í Eyjum 18. febrúar

Annar viðburðurinn í málþingaröði Hafsins Öndvegisseturs fór fram í sal Þekkingarseturs Vestmanneyja 18. febrúar 2020.

Markmið viðburðarins er að auka umræðu meðal annars um vistvænt eldsneyti og olíusparnað í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi, þar með talið vinnslu og útgerð hvers kyns skipa. Fjölmargir koma að þessari þróun: fyrirtæki sem koma að sjávarútvegi, olíudreifingu, vöruflutningum, orku- og dreifiveitur, o.s.frv. Þá eru hafnir í auknum mæli orðnar miðstöðvar menningar og ferðamennsku og mun fleiri vegfarendur eiga leið um athafnasvæði hafna en fyrir aldamót.

Málþingið byggir á niðurstöðum vinnu við Vegvísi Hafsins um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi og tengdum þáttum í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030.

Niðurstöður úr umræðum í málþingaröð Hafsins verða kynntar á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener í Reykjavík í september 2020. Sjá nánar um viðburðinn á Facebook síðu Hafsins.

Hér má sjá upptöku af málþinginu í Vestmannaeyjum. Dagskrá hefst á mínútur 45 af upptökunni.