Málþing Hafsins um vistvænar lausnir

Hafið Öndvegissetur hyggst á næstu mánuðum halda málþing um vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi víðs vegar um landið. Hið fyrsta mun fara fram á Akureyri 22. nóvember næstkomandi í sal M101 í Háskólanum á Akureyri 10:30-12:00. Málþingið byggir á niðurstöðum vinnu við Vegvísi Hafsins um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi og tengdum þáttum í Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030