Hafið – Öndvegissetur og Íslensk NýOrka undirrita samstarfssamning um rekstur skrifstofu Hafsins – Öndvegisseturs

Hafið – Öndvegissetur og Íslensk NýOrka hafa komist að samkomulagi um að Íslensk NýOrka taki að sér skrifstofurekstur Hafsins – Öndvegisseturs og verkefnastjórn fyrir Hafið – Öndvegissetur.

Samstarfssamningurinn var undirritaður í liðinni viku, af Jóni Ágústi Þorsteinssyni stjórnarformanni Hafsins – Öndvegisseturs og Eddu Sif Pind Aradóttur stjórnarformanni Íslenskrar NýOrku.
Jón Björn Skúlason frkv.stj. Íslenskrar NýOrku,
Edda Sif Pind Aradóttir stjórnarform. Íslenskrar NýOrku,
Sigríður Ragna Sverrisdóttir fráfarandi frkv.stj. Hafsins – Öndvegisseturs
og Jón Ágúst Þorsteinsson stjórnarform. Hafsins – Öndvegisseturs
við undirritun samstarfssamningsins

Sigríður Ragna Sverrisdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri Hafsins – Öndvegisseturs frá stofnun, verður stjórn og verkefnastjórn Hafsins áfram innan handar, þó að hún hafi nú snúið til annara starfa. Stjórn Hafsins – Öndvegisseturs kann Sigríði bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

Verkefnastjóri Hafsins – Öndvegisseturs
hjá Íslenskri NýOrku verður Anna Margrét Kornelíusdóttir,
netfang: amk@newenergy.is sími: 588 0310.

Framundan eru spennandi verkefni á vegum Hafsins – Öndvegisseturs þar sem Hafið stendur meðal annars fyrir málþingaröð um landið á komandi mánuðum,  um sóknarfæri í haftengdri starfsemi með tilliti til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, í framhaldi af útgáfu á Vegvísi Hafsins um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi.