Vegvísir um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi

Hafið – Öndvegissetur hefur gefið út
Vegvísi um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi.

Í tilefni útgáfunnar hélt Hafið – Öndvegissetur opinn fund þar sem farið var yfir forsendur og innihald vegvísisins auk þess sem viðfangsefni hans voru rædd í pallborðsumræðum.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann veiti góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson hélt opnunarerindi, Sigríður Ragna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Hafsins – Öndvegisseturs kynnti Vegvísinn. Auðunn Kristinsson – Landhelgisgæslunni, Auður Nanna Baldvinsdóttir – Landsvirkjun, Heiðrún Lind Marteinsdóttir – Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi SFS, Jón Ágúst Þorsteinsson – Klöppum og Jón Björn Skúlason – Íslenskri NýOrku tóku þátt í pallborðsumræðum.

Afar áhugaverðar og gagnlegar umræður spunnust á fundinum og ljóst er að umræður og starf af því tagi, sem Hafið – Öndvegissetur stendur fyrir er afar þörf og veitir yfirsýn yfir áskoranir og tækifæri með lausnamiðaðri og raunhæfri nálgun.

Vegvísi um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi
sem .pdf skjal, má sækja með því að smella á myndina hér að ofan.

Til þess að nálgast eintak af Vegvísinum prentuðum, vinsamlegast sendið tölvupóst á sigridur@hafid.info  

Upptöku af fundinum má skoða hér