Útgáfufundur: Vegvísir Hafsins um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi

Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins
heldur útgáfu og kynningar- og umræðufund um:

Vegvísi um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi,
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 7.júní kl. 13:30 – 15:00, í Orkugarði, Grensásvegi 9,
108 Reykjavík.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann gefi góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér að mæta og taka þátt í áhugaverðum umræðum. Fundurinn er öllum opinn, á meðan húsrúm leyfir.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, opnar fundinn,
Sigríður Ragna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Hafsins kynnir Vegvísinn.
Í framhaldi verða pallborðsumræður og umræður úr sal.
Þátttakendur í pallborði verða:
Auðunn Fr. Kristinsson – Aðgerðasviði Landhelgisgæslu Íslands
Auður Nanna Baldvinsdóttir– Viðskiptaþróunarstjóri Landsvirkjun
Heiðrún Lind Marteinsdóttir – Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – SFS
Jón Ágúst Þorsteinsson – Forstjóri Klappa grænna lausna og formaður stjórnar Hafsins
Jón Björn Skúlason – Framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku