Hafið – Öndvegissetur hlýtur umhverfisverðlaun Faxaflóahafna, Fjörusteininn 2018!

Faxaflóahafnir veittu Hafinu – Öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, umhverfisverðlaun hafnanna, Fjörusteininn 2018.

Við afhendinguna fylgdu eftirfarandi hvatningarorð frá Faxaflóahöfnum Fjörusteininum: Auk þess að vera viðurkenning á góðri frammistöðu í umhverfismálum er Fjörusteinninn jafnframt hugsaður sem hvatning fyrir þá sem hann hljóta til áframhaldandi góðra verka og er von Faxaflóahafna að þessi viðurkenning verði hvatning til Hafsins öndvegisseturs um áframhaldandi starf á þessu mikilvæga sviði. Örar tækniframfarir eiga sér stað um þessar mundir á sviði orkumála ekki síst hvað varðar skip og haftengda starfsemi og því er sérlega mikilvægt að ýta undir enn frekari rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála og skapa vettvang fyrir samráð og samskipti mismunandi hagsmunaaðila og fræðimanna á þessu sviði.

https://www.faxafloahafnir.is/is/forsidu-frettir/umhverfisverdlaun-faxafloahafna-sf-fyrir-arid-2018-fara-til-hafsins-ondvegisseturs/

Stjórn Hafsins og framkvæmdastjóri þakka Faxaflóahöfnum heiðurinn og þá miklu hvatningu sem í þessari viðkenningu felst.

Fjörusteinninn 2018
– Umhverfisverðlaun Faxaflóahafna
Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun Hafsins

Jón Ágúst Þorsteinsson formaður stjórnar Hafsins – Öndvegisseturs tekur við Fjörusteininum 2018 úr hendi Kristínar Soffíu Jónsdóttur stjórnarformanns Faxaflóahafna