Vel heppnaður fundur Hafsins um Loftslagsmál og sjávarútveg

Hafið stóð í dag fyrir opnum fundi undir yfirskriftinni: Loftslagsmál – áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Fundurinn var vel sóttur og spunnust afar áhugaverðar umræður. Björt Ólafsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra hélt opnunarerindi og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Jón Ágúst Þorsteinsson formaður stjórnar Hafsins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Hallveig Ólafsdóttir hagfræðingur Samtaka fyrirtækjaí sjávarútvegi tóku þátt í pallborði. Fundarstjóri var Sigríður Ragna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Hafsins. Áhersla var lögð á lausnamiðaða umræðu og samstarf bæði stjórnvalda og einkafyrirtækja en einnig á milli geira samfélagsins. Fundurinn þótti takast afar vel og er sá fyrsti í röð funda sem Hafið hyggst halda með þessu formi.